Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. desember 2017 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Búnir að vinna 17 í röð - Pep spáir ekki í metinu
Mynd: Getty Images
Manchester City er búið að vinna sautján deildarleiki í röð undir stjórn Pep Guardiola.

Man City missteig sig á eigin heimavelli í 2. umferð en hefur unnið alla leiki síðan þá.

Pep setti met þegar hann vann 19 deildarleiki í röð með Bayern München. Nú er hann aðeins þremur sigrum frá því að bæta það.

„Ég er ekkert að spá í því hvort ég muni bæta met frá tímum mínum hjá Bayern. Ég er aðeins einbeittur að því að gera vel á sem flestum vígstöðvum," sagði Pep.

„Núna hugsum við ekki um annað heldur en næsta leik gegn Newcastle. Við hugsum ekki um stöðutöfluna, við hugsum ekki um hvernig öðrum gengur, við hugsum bara um leikinn."

Pep segist ekki getað kvartað undan þreytu eða of miklu leikjaálagi, því hann sé með svo góðan hóp.

„Við erum ekki þreyttir, mér finnst fínt að láta leikmenn hlaupa. Ef einhver er þreyttur þá fær hann að hvíla sig á bekknum.

„Danilo, Bernardo Silva og Ilkay Gundogan gerðu allir vel í sigrinum gegn Bournemouth. Auðvitað getum við ekki alltaf spilað á sama byrjunarliði."

Athugasemdir
banner
banner
banner