Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 26. desember 2017 11:36
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Spurs og Southampton: Van Dijk ekki með
Kane getur bætt met
Danny Rose fær tækifæri til að endurheimta sætið.
Danny Rose fær tækifæri til að endurheimta sætið.
Mynd: Getty Images
Tottenham tekur á móti Southampton í fyrsta leik dagsins í enska boltanum annan í jólum.

Danny Rose fær tækifæri með byrjunarliðinu og er Ben Davies settur á bekkinn. Davies hefur átt bakvarðarstöðuna hingað til.

Harry Kane er fremstur með Son Heung-min, Dele Alli og Christian Eriksen fyrir aftan sig.

Shane Long er fremsti maður Southampton meðan Charlie Austin er meiddur og í leikbanni. Sofiane Boufal og Nathan Redmond eru ásamt Long í sóknarlínunni. Þeir halda James Ward-Prowse, Dusan Tadic og Manolo Gabbiadini á bekknum.

Kane er búinn að jafna 22 ára gamalt markamet Alan Shearer og þarf aðeins eitt mark til að bæta það. Shearer skoraði 36 deildarmörk árið 1995.

Virgil van Dijk er ekki í leikmannahópi Southampton sem ýtir enn frekar undir orðróma þess efnis að hann sé að fara til Manchester City fyrir 60 milljónir punda í janúar.

Tottenham: Lloris; Aurier, Sanchez, Vertonghen, Rose; Dier, Dembele; Eriksen, Dele, Son; Kane
Varamenn: Vorm, Trippier, Davies, Winks, Sissoko, Lamela, Llorente

Southampton: Forster; Stephens, Yoshida, Hoedt, Targett; Romeu, Lemina, Hojbjerg; Redmond, Long, Boufal
Varamenn: Pied, McQueen, McCarthy, Ward-Prowse, Davis, Tadic, Gabbiadini
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner