Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 26. desember 2017 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dunk mætir draumaliðinu í dag
Mynd: Getty Images
Lewis Dunk hefur alla tíð verið mikill aðdáandi John Terry, sem hans helsta fyrirmynd. Dunk byrjaði að halda með Chelsea útaf Terry og fór reglulega að horfa á sína menn þrátt fyrir að búa í Brighton.

Dunk á hund sem er skírður í höfuðið á Didier Drogba. Hann segir alla aðdáun sína á félaginu þó hverfa þegar inn á völlinn er komið.

Dunk leikur fyrir nýliða Brighton og verður eflaust í byrjunarliðinu á Brúnni. Hann hefur verið einn af bestu miðvörðum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég er ekki stuðningsmaður Chelsea þegar ég mæti þeim á vellinum, það er klárt mál. Ég mun leggja mig allan fram eins og alltaf," sagði Dunk.

„Ég hef alltaf spilað sem miðvörður og ég hef alltaf dáðst að því hvernig Terry spilar. Ég lærði mikið á því að fylgjast með Terry."
Athugasemdir
banner
banner
banner