Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. desember 2017 14:23
Ívan Guðjón Baldursson
England: Kane sökkti Southampton
Mynd: Getty Images
Tottenham 5 - 2 Southampton
1-0 Harry Kane ('22)
2-0 Harry Kane ('39)
3-0 Dele Alli ('49)
4-0 Son Heung-min ('51)
4-1 Sofiane Boufal ('64)
5-1 Harry Kane ('67)
5-2 Dusan Tadic ('82)

Harry Kane skein skært er Tottenham valtaði yfir Southampton í fyrsta leik dagsins í enska boltanum.

Kane var ekki lengi að skora sitt 37. mark á árinu og bæta þar með markamet Alan Shearer. Kane skoraði með skalla eftir aukaspyrnu Christian Eriksen.

Kane tvöfaldaði forystuna og tók framúr Lionel Messi yfir mörk skoruð á árinu og var staðan 2-0 í hálfleik.

Dele Alli og Son Heung-min lögðu upp fyrir hvorn annan og innsigluðu sigur heimamanna í byrjun síðari hálfleiks.

Sofiane Boufal klóraði í bakkann en Kane fullkomnaði þrennuna skömmu síðar.

Dusan Tadic gerði annað mark fyrir Southampton undir lokin, en hægt er að setja spurningarmerki við Hugo Lloris í báðum mörkum gestanna.
Athugasemdir
banner
banner