Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. desember 2017 15:45
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: Harry Kane er bestur í heimi
Mynd: Getty Images
Harry Kane setti þrennu í 5-2 sigri Tottenham gegn Southampton í enska boltanum í dag.

Kane varð þar með markahæsti leikmaður ársins 2017. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa verið markahæstir á hverju ári síðan 2009, þegar Edin Dzeko skoraði flest mörk.

„Síðustu 9 eða 10 ár hefur Cristiano Ronaldo verið bestur í heimi. Nú er komið að Harry Kane," sagði Pochettino eftir sigurinn.

„Þetta kemur okkur innan félagsins ekkert á óvart því við vinnum með honum daglega og sjáum hvað hann getur gert. Hann er atvinnumaður fram í fingurgóma og hagar sér alltaf fagmannlega. Hann er góð fyrirmynd.

„Þetta er frábær endir á árinu. Vonum að næsta ár verði ennþá betra."

Athugasemdir
banner
banner
banner