Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. desember 2017 21:45
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Stóri Sam: Þurfum að halda boltanum betur
Sam Allardyce
Sam Allardyce
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce knattspyrnustjóri Everton fór með sína menn í heimsókn til West Brom í dag.

Hann hefur áhyggur af því hversu illa liðinu gengur að halda boltanum en niðurstaðan í dag var markalaust jafntefli.

„Við erum ekki að halda boltanum nóg og vel sem veldur mér áhyggjum, við erum að gera þokkalega hluti inn á vellinum en það er nauðsynlegt að ná framförum í þessu."

„Við fengum en eitt stigið í dag, við héldum aftur hreinu og við bíðum spenntir eftir að leikmenn sem hafa verið meiddir snúi aftur, en ef það er eitthvað sem við getum bætt þá er það að halda boltanum betur," sagði Sam Allardyce.

Næsti leikur Everton er laugardaginn 30. desember, þeir heimsækja þá Bournemouth.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner