Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. desember 2017 16:15
Ívan Guðjón Baldursson
Yaya Toure tekur landsliðsskóna af hillunni
Mynd: Getty Images
Yaya Toure leiðist lífið hjá Manchester City þar sem hann fær afar takmarkaðan spilatíma.

Yaya hefur því ákveðið að taka landsliðsskóna af hillunni og tilkynnti umboðsmaður hans, Dimitry Seluk, frá því fyrr í dag.

Yaya á 100 leiki að baki fyrir Fílabeinsströndina og hefur gert 19 mörk í þeim. Yaya var fyrirliði þegar Fílabeinsströndin vann Afríkukeppnina árið 2015. Hann hefur ekki spilað síðan.

„Yaya hefur ákveðið að taka landsliðsskóna af hillunni. Hann vill vinna annan bikar með Fílabeinsströndinni," skrifaði Seluk á Twitter.

Yaya fær að spila bikarleiki hjá Man City og hefur aðeins komið við sögu í nokkrum úrvalsdeildarleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner