Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 26. desember 2020 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dele Alli og Messi á leið til PSG?
Powerade
Mauricio Pochettino er væntanlega að taka við PSG.
Mauricio Pochettino er væntanlega að taka við PSG.
Mynd: Getty Images
Messi er sagður á óskalista Pochettino.
Messi er sagður á óskalista Pochettino.
Mynd: Getty Images
Það er annar í jólum og slúðurpakkinn hefur oft verið stærri en hann er í dag. Hér kemur slúðrið.



Mauricio Pochettino vill fá landa sinn Lionel Messi (33) til Paris Saint-Germain. Pochettino er líklegastur til að taka við PSG af Thomas Tuchel sem var rekinn á aðfangadag. (Le Parisien)

Dele Alli (24) gæti fengið leið í burtu frá Tottenham þegar Pochettino tekur við í París. Alli og Pochettino unnu saman hjá Tottenham. (Sun)

Chelsea ætlar að berjast við Real Madrid, Bayern München, Manchester United og Manchester City um hinn norska Erling Braut Haaland (20) sem leikur með Borussia Dortmund í Þýskalandi. (Sky á Ítalíu)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er búinn að tala við Mohamed Salah (28) og sagði við hann að eina ástæða fyrir því að yfirgefa Liverpool sé veðrið á Englandi. Þjóðverjinn viðurkennir að hann geti ekki haldið leikmanni ef hann vill fara. (Guardian)

Mesut Özil (32), sem er ekki inn í myndinni hjá Arsenal, er búinn að ræða við Fenerbahce í Tyrklandi. (Bild)

Özil verður ekki tekinn inn í myndina hjá Arsenal á seinni hluta tímabilsins og MLS-deildin í Norður-Ameríku er líka möguleiki fyrir hann. (INews)

Juventus og AC Milan vilja fá Odsonne Edouard (22), franskan sóknarmann Celtic í Skotlandi. (Calciomercato)

Marcel Sabitzer (26), miðjumaður RB Leipzig, er á óskalista Tottenham fyrir janúargluggann og gæti Spurs boðið í hann 45 milljónir punda. (Mail)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vill fá miðvörð fyrir næstu leiktíð en ólíklegt er að United reyni að fá David Alaba (28) frá Bayern München. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner