Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. desember 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Arsenal og Chelsea: Ungstirnin best
Mynd: Getty Images
Arsenal kom á óvart og vann sannfærandi sigur á Chelsea er liðin mættust í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Arsenal skoraði úr vítaspyrnu og aukaspyrnu í nokkuð jöfnum fyrri hálfleik en heimamenn skiptu um gír í síðari hálfleik og voru óheppnir að bæta ekki nokkrum mörkum við.

Hinn 19 ára gamli Bukayo Saka var besti maður vallarins samkvæmt einkunnagjöf Sky Sports. Táningurinn skoraði þriðja mark Arsenal í leiknum með skemmtilegu skoti sem átti líklegast að vera fyrirgjöf.

Saka fékk 9 fyrir sinn þátt í leiknum og hin ungstirnin fengu einnig háar einkunnir. Emile Smith-Rowe og Gabriel Martinelli, báðir tvítugir, fengu 8 í einkunn. Granit Xhaka, Kieran Tierney og Rob Holding fengu einnig 8.

Edouard Mendy, Reece James og Ben Chilwell voru verstu leikmenn vallarins með 4 í einkunn. Mendy byrjaði af krafti við komu sína hjá Chelsea en hefur reynst mistækur að undanförnu.

Callum Hudson-Odoi var besti leikmaður Chelsea. Hann kom inn af bekknum í leikhlé og fékk 7 fyrir sinn þátt.

Arsenal: Leno (7), Bellerin (7), Holding (8), Mari (6), Tierney (8), Elneny (7), Xhaka (8), Smith Rowe (8), Martinelli (8), Saka (9), Lacazette (7).
Varamenn: Willock (6), Pepe (5)

Chelsea: Mendy (4), James (4), Zouma (5), Silva (5), Chilwell (4), Kante (5), Kovacic (5), Mount (5), Pulisic (6), Werner (5), Abraham (6).
Varamenn: Hudson-Odoi (7), Jorginho (5), Havertz (5).
Athugasemdir
banner
banner
banner