Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. desember 2020 18:08
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Targett maður leiksins í frábærum sigri
Mynd: Getty Images
Sky Sports er búið að gefa leikmönnum einkunnir eftir úrvalsdeildarleikina tvo sem voru í gangi samtímis í dag.

Matt Targett var besti maður vallarins er tíu leikmenn Aston Villa niðurlægðu Crystal Palace í 3-0 sigri. Targett gerði frábærlega í vinstri bakverði og fékk 8 fyrir sinn þátt, eins og stór hluti samherja sinna.

Tyrone Mings var óhepinn að fá rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks og fær aðeins 5 fyrir sinn þátt í sigrinum. Hann var þó ekki versti maður vallarins þar sem þrír leikmenn Crystal Palace voru með 4 í einkunn.

Vicente Guaita, markvörður, var besti leikmaður Palace í dag með 7 í einkunn.

Aston Villa: Martinez (8), Cash (7), Mings (5), Hause (8), Targett (8), El Ghazi (8), McGinn (7), Luiz (7), Grealish (8), Traore (8), Watkins (8)
Varamaður: Konsa (6)

Crystal Palace: Guaita (7), Ward (5), Kouyate (6), Dann (4), Van Aanholt (5), Schlupp (5), Milivojevic (4), McArthur (4), Eze (5), Benteke (5), Zaha (6)



Southampton gerði þá markalaust jafntefli við Fulham í áhugaverðum leik þar sem nýliðarnir komu á óvart og spiluðu mjög góðan fótbolta á heimavelli.

Theo Walcott hélt að hann hefði gert sigurmark Southampton undir lokin en markið ekki dæmt gilt vegna naumrar rangstöðu eftir að hafa verið skoðað með VAR kerfinu.

Jan Bednarek, miðvörður Southampton, var besti maður vallarins með 8 í einkunn. Enginn annar fékk svo háa einkunn, allir aðrir leikmenn fengu ýmist 6 eða 7.

Fulham: Areola (7), Aina (7), Robinson (7), Anderson (6), Adarabioyo (7), Anguissa (7), Reed (6), Lookman (7), Loftus-Cheek (6), Cavaleiro (6), Decordova-Reid (6).

Southampton: McCarthy (6), Walker-Peters (7), Bertrand (7), Stephens (7), Bednarek (8), Ward-Prowse (7), Diallo (7), Armstrong (6), Walcott (6), Adams (7), Long (6).
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner