Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 26. desember 2020 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Foster með Go-Pro í markinu þegar hann gerði slæm mistök
Ben Foster, markvörður Watford.
Ben Foster, markvörður Watford.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Ben Foster er með skemmtilega Youtube-rás þar sem hann birtir mjög athyglisverð myndbönd úr sínu lífi.

Foster ver áfram mark Watford eins og hann hefur gert undanfarin tvö ár þrátt fyrir fall liðsins úr ensku úrvalsdeildinni. Þessi 37 ára gamli markvörður framlengdi við Watford þrátt fyrir sögusagnir um áhuga félaga í ensku úrvalsdeildinni á honum.

Á Youtube-rás sinni sýnir Foster hvað gerist á bak við tjöldin. Hann er mikill hjólreiðamaður til dæmis. Hann sýnir hvað gerist á leikdegi og þá er hann með Go-Pro myndavél í markinu á meðan hann spilar. Það gefur góða innsýn í það hvernig það er að vera markvörður í leik.

Foster er mjög hress en hann sýnir ekki bara allt það jákvæða sem gerist. Til að mynda gerði hann mjög slæm mistök í leik gegn Huddersfield á dögunum og hann sleppti því ekkert að birta það.

„Ef þú sem markvörður færð boltann, einhver pressar á þig og völlurinn er ekki frábær, negldu boltanum þá fram. Svona er fótboltinn," sagði Foster um þessi stóru mistök.


Athugasemdir
banner
banner
banner