Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. desember 2020 17:22
Ívan Guðjón Baldursson
Gerrard: Væri draumur að taka við Liverpool
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard hefur farið gríðarlega vel af stað í sínu fyrsta starfi sem knattspyrnustjóri hjá Rangers. Félagið er á fleygiferð á toppi skosku deildarinnar, enn taplaust eftir 20 umferðir.

Í gær var Gerrard var spurður hvort hann hefði áhuga á að taka við Liverpool á næstunni. Hinn geysivinsæli Jürgen Klopp er við stjórnvölinn hjá Englandsmeisturum Liverpool þessa stundina.

„Það væri draumur að taka við Liverpool einn daginn en eins og staðan er í dag þá erum við með einn af bestu knattspyrnustjórum heims við stjórnvölinn, ef ekki þann allra besta," sagði Gerrard.

„Það að ég hafi átt frábæran feril með Liverpool þýðir ekki að ég sé efstur á lista yfir tilvonandi stjóra félagsins. Ég er oft spurður út í þetta en ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Það vilja allir taka við Liverpool, margir þjálfarar sem hafa gert stóra hluti á ferlinum.

„Ég elska Liverpool og horfi á hvern einasta leik. Ég á mjög gott samband við félagið og fólk innan félagsins."

Athugasemdir
banner
banner
banner