Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 26. desember 2020 09:30
Victor Pálsson
Hefur enn trú á að Benteke nái EM
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, hefur enn trú á að framherjinn Christian Benteke geti spilað með Belgíu á EM næsta sumar.

Benteke hefur verið að taka við sér í undanförnum eikjum eftir erfiða mánuði og hefur skorað þrjú mörk í síðustu þremur viðureignum.

Sjálfstraustið virðist vera að koma aftur í Belgann sem var áður hjá bæði Liverpool og Aston Villa.

„Við höfum alltaf sagt skýrt við hann að þú tapir aldrei hæfileikunum að vera sannur sóknarmaður, bæði þegar kemur að því að skila boltanum og skora mörk," sagði Hodgsaon.

„Ég hef aldrei efast um vilja Christian að komast aftur í það form sem hann er að sýna í dag."

„Þegar sjálfstraustið var sem minnst þá hætti hann aldrei að leggja sig fram eða gera réttu hlutina. Hann einbeitir sér að því að gera vel fyrir Crystal Palace og að vonandi komast í bókina hjá Roberto Martinez til að eiga möguleika á að spila á EM."
Athugasemdir
banner
banner
banner