Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 26. desember 2020 13:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í fyrsta sinn sem Man Utd skorar fyrsta markið í leik á útivelli
Man Utd komst yfir gegn Leicester.
Man Utd komst yfir gegn Leicester.
Mynd: Getty Images
Manchester United tók forystuna í toppbaráttuslag gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni.

Það var Marcus Rashford sem skoraði fyrir United eftir undirbúning frá Bruno Fernandes.

Það er athyglisvert að þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem Man Utd skorar fyrsta markið í leik á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur alltaf lent undir, en samt tekist að vinna alla leikina.

Man Utd er ekki lengur með forystuna því Harvey Barnes jafnaði metin fyrir Leicester með langskoti.

Það er spurning hvað gerist núna, en United hefur náð að vinna alla útileiki sína í deildinni til þessa.


Athugasemdir
banner
banner
banner