Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 26. desember 2020 12:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak Bergmann „ótrúlega þakklátur" fyrrum þjálfara sínum
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður Norrköping í Svíþjóð, segist vera leiður yfir því að þjálfarinn Jens Gustafsson sé hættur með liðið.

Gustafsson hætti með Norrköping á dögunum eftir fimm ár sem þjálfari liðsins. Rikard Norling, fyrrum þjálfari AIK, var ráðinn til að taka við af honum.

Gustafsson gaf hinum 17 ára gamla Ísaki stór hlutverk í liði Norrköping og Ísak segir í samtali við Norrköpings Tidningar að það sé sárt að sjá á eftir honum.

„Hann er þjálfarinn sem gaf mér tækifæri. Ég hefði ekki getað gert það sem ég hef gert án hans. Hann hjálpaði mér að eiga gott tímabil. Ég er búinn að tala við hann og ég er ótrúlega þakklátur," sagði Ísak Bergmann.

Ísak er staðráðinn í að sanna sig fyrir nýjum þjálfara á æfingasvæðinu og hann vilji alltaf spila. Ísak hefur verið orðaður við stór félög í Evrópu en honum segist líða vel í Norrköping í augnablikinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner