Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 26. desember 2020 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard: Getum ekki spilað á 60-70% getu
Mynd: Getty Images
Frank Lampard var vonsvikinn eftir 3-1 tap Chelsea gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni fyrr í kvöld. Arsenal var betra liðið og verðskuldaði sigurinn að mati Lampard.

Chelsea hefði komist upp í 2. sæti með sigri en liðið lenti þremur mörkum undir á Emirates. Tammy Abraham minnkaði muninn á lokakaflanum og steig Jorginho á vítapunktinn í uppbótartíma en spyrnan léleg. Mark þar hefði heldur betur hleypt lífi í lokamínúturnar.

„Við vorum virkilega lélegir í dag, það vantaði orku og sigurvilja í liðið. Við vorum vel skipulagðir en hausarnir voru ekki á réttum stað. Á öðrum degi hefðum við skorað úr vítaspyrnunni og náð í stig en það var ekki raunin í dag," sagði Lampard, sem segist þurfa meiri tíma með liðið.

„Liðin sem eru að vinna á fullu í dag voru ekki að gera það fyrir tveimur eða þremur árum. Við erum ekki komnir á þann stað, ég fann fyrir því þegar það gekk vel og ég finn fyrir því núna þegar gengur ekki jafn vel. Við vorum lélegir í dag og áttum skilið að tapa.

„Við þurfum allir að taka ábyrgð á þessu tapi, bæði ég og leikmennirnir. Við getum ekki leyft okkur að spila á 60-70% getu gegn úrvalsdeildarliði."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner