lau 26. desember 2020 07:00
Victor Pálsson
Lampard pirraður vegna álagsins - Tveir leikir á 48 tímum
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, er óánægður með álagið sem verður á hans mönnum á næstunni en Chelsea spilar við Arsenal í kvöld.

Leikur Chelsea hefst klukkan 17:30 en liðið spilar svo aftur í úrvalsdeildinni gegn Aston Villa á mánudag.

Lampard er ekki sáttur með þessa þéttu dagskrá en Chelsea þarf á stigum að halda úr þessum tveimur leikjum í toppbaráttunni.

„Þetta eru tveir leikir fyrir okkur á tveimur dögum, 48 klukkutímum," sagði Lampard.

„Ég er ekki að reyna að vera sniðugur, þetta er mikilvæg stund fyrir okkur því það eru önnur lið að berjast við toppinn og þau spila tvo leiki á þremur dögum."

„Manchester United, Tottenham og Liverpool spila öll tvo leiki á þremur eða fjórum dögum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner