Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 26. desember 2020 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Saka um markið: Þetta var ekki óvart
Mynd: Getty Images
Hinn 19 ára gamli Bukayo Saka var maður leiksins í 3-1 sigri Arsenal gegn Chelsea fyrr í kvöld.

Saka hefur verið meðal bestu leikmanna Arsenal á tímabilinu og skoraði þriðja markið í sigrinum í kvöld. Hann virtist þá ætla að gefa boltann fyrir markið en vippaði knettinum þess í stað yfir Edouard Mendy sem var kominn af marklínunni.

Saka þvertekur fyrir að markið hafi verið misheppnuð fyrirgjöf þó það hafi vissulega litið þannig út.

„Ég sá að hann var ekki á línunni svo ég hugsaði með mér að ég gæti vippað yfir hann. Í alvöru!" sagði Saka að leikslokum.

„Við vitum að við erum með gott lið, við erum bara búnir að vera óheppnir með rauð spjöld og úrslit. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur á þessum tímapunkti, okkur veitir ekki af sjálfstraustinu. Okkur líður eins og við séum komnir yfir þennan kafla og nú liggur leiðin aðeins uppávið.

„Við ungu leikmennirnir hjá félaginu þekkjumst gríðarlega vel. Við ólumst upp saman og erum fullir af ástríðu. Við þráum að gleðja stuðningsmenn félagsins."


Saka er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið á báðum köntum og sem vinstri bakvörður.
Athugasemdir
banner
banner