Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. desember 2020 15:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skotland: Lærisveinar Gerrard í Rangers enn taplausir
Hagi skoraði sigurmark Rangers.
Hagi skoraði sigurmark Rangers.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúmeninn Ianis Hagi skoraði sigurmark Rangers er liðið lagði Hibernian að velli í skosku úrvalsdeildinni í dag.

Það var aðeins eitt mark sem skildi liðin að og það gerði Hagi eftir rúman hálftíma.

Lærisveinar Steven Gerrard í Rangers eru að eiga mjög gott tímabil og eru þessa stundina á toppi deildarinnar með 56 stig eftir 20 leiki. Celtic er í öðru sæti með 37 stig, en á fjóra leiki til góða á Rangers. Celtic er þessa stundina að spila við Hamilton er staðan þar markalaus.

Rangers vann síðast skosku úrvalsdeildina 2011 og stuðningsmönnum félagsins hlýtur að vera farið að dreyma. Rangers er enn taplaust, með 18 sigra og tvö jafntefli.

Rangers hefur aðeins tapað einum leik á öllu tímabilinu, en það var gegn St. Mirren í skoska deildabikarnum. Gerrard, sem er goðsögn hjá Liverpool, hefur stýrt Rangers frá 2018 og er búinn að búa til öfluga liðsheild þarna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner