Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 26. desember 2020 15:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Við hefðum átt að loka á þá fyrr
Solskjær og Brendan Rodgers, stjóri Leicester, heilsast eftir leik.
Solskjær og Brendan Rodgers, stjóri Leicester, heilsast eftir leik.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var vonsvikinn að vinna ekki leikinn gegn Leicester í dag. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.

„Ég er svekktur að ná ekki að vinna leikinn vegna þess að við fengum fullt af góðum færum til að klára leikinn. Þeir eru hættulegt lið og þetta jöfnunarmark sýnir bara gæðin sem Jamie Vardy býr yfir," sagði Solskjær.

„Fyrsta markið var flott hjá Marcus Rashford og ég er ánægður að hann hafi skorað. Hann veit að fyrsta færið sem hann fékk var algjört dauðafæri."

„Bæði mörkin sem þeir skoruðu, við hefðum átt að loka fyrr á þá; klárlega í fyrra markinu og í seinna markinu áttum við að stöðva sendinguna fyrir."

„Við eigum leik eftir þrjá daga og þurfum að nota dagana inn á milli skynsamlega til að jafna okkur. Eitt stig eru ekki verstu úrslit í heimi en við erum vonsviknir að taka ekki þrjú stig."

Leicester er í öðru sæti með 28 stig, þremur stigum frá Liverpool en búið að spila leik meira. Man Utd er í þriðja sæti með 27 stig og hefur spilað jafnmarga leiki og topplið Liverpool sem á leik gegn West Brom á morgun.

Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum af vef Morgunblaðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner