Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. desember 2020 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefán Ingi framlengir við Breiðablik
Stefán Ingi og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Stefán Ingi og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Breiðablik
Sóknarmaðurinn stóri og stæðilegi, Stefán Ingi Sigurðarson, er búinn að skrifa undir nýjan þriggja ára samning við Breiðablik.

Stefán Ingi var við nám í Bandaríkjunum síðasta vetur en kom snemma heim vegna heimsfaraldursins. Hann er 19 ára gamall og átti fínt tímabil árið 2020.

Stefán var einn af lykilmönnum í 2. flokki karla, skoraði 17 mörk í 9 leikjum, en var svo lánaður í Grindavík, sem er í Lengjudeildinni, fyrri hluta sumars. Þar stóð hann sig með það mikilli prýði að hann var kallaður til baka úr láni um mitt sumar. Þá hélt hann áfram að raða inn mörkum fyrir 2. flokkinn og spilaði að lokum sjö leiki á árinu með meistaraflokki Blika og gerði í þeim þrjú mörk.

Sú ákvörðun að kalla hann heim úr láni reyndist happadrjúg fyrir Blika. Stefán átti nokkrar öflugar innkomur og hjálpaði Blikum að tryggja Evrópusætið mikilvæga undir lok tímabils.

„Stefán Ingi sýndi það á síðasta tímabili hversu öflugur hann er og við vonumst til að hann taki enn stærri skref á næstu árum í Breiðablikstreyjunni," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner