Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 26. desember 2020 16:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
The Athletic: Real Madrid leiðir baráttuna um Alaba
David Alaba.
David Alaba.
Mynd: Getty Images
Félög mega byrja að ræða við David Alaba, leikmann Bayern München, í janúar þegar sex mánuðir eru eftir af samningi hans.

Samningaviðræður á milli hans og Bayern hafa gengið illa og hann gæti ákveðið að róa á önnur mið næsta sumar.

Hann er mjög eftirsóttur enda er hann frábær leikmaður sem getur leikið í mörgum mismunandi stöðum; hann getur leikið sem vinstri bakvörður, sem miðvörður og miðjumaður.

Samkvæmt The Athletic leiðir spænska stórveldið Real Madrid baráttuna um hann. Alaba hafnaði því að fá 200 þúsund pund í vikulaun hjá Bayern og Real er tilbúið að bjóða honum þau laun sem hann vill fá.

Því er haldið fram í sömu grein að Manchester United muni ekki reyna að fá hann eftir að félagið komst að því hvað hann væri dýr í launum.

Alaba hefur einnig verið orðaður við Barcelona, Chelsea, Liverpool og Paris Saint-Germain.
Athugasemdir
banner
banner