Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 26. desember 2020 15:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við áttum að minnsta kosti stigið skilið"
Jamie Vardy og James Maddison eftir jöfnunarmark Leicester.
Jamie Vardy og James Maddison eftir jöfnunarmark Leicester.
Mynd: Getty Images
„Mér fannst þetta góður leikur. Þetta voru tvö sóknarlið og það var margt gott í þessum leik," sagði Brendan Rodgers, stjóri Leicester, eftir 2-2 jafntefli við Manchester United.

„Varnarleikurinn og pressan hjá okkur var mjög góð, og þannig verður það að vera gegn Manchester United sem sækir mjög hratt á þig."

Leicester lenti 2-1 undir á 79. mínútu en jafnaði svo metin á 85. mínútu. „Við sýndum hversu sterkt hugarfar við erum með þegar við jöfnum gegn liði sem hefur verið að spila svona vel. Við áttum að minnsta kosti stigið skilið."

Jamie Vardy, sem átti skotið í jöfnunarmarki Leicester, tók í svipaðan streng.

„Enginn vildi tapa, það vildu allir vinna þennan leik. Við spiluðum vel gegn góðu liði og vörðumst vel. Við erum ánægðir með stigið."
Athugasemdir
banner
banner
banner