Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. janúar 2020 11:53
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Freysi: Hef engar áhyggjur af Gylfa
Icelandair
Gylfi á landsliðsæfingu.
Gylfi á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í tilefni þess að um nú eru um 60 dagar í umspilsleikinn gegn Rúmeníu var Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari gestur útvarpsþáttarins Fótbolti.net á X977 um helgina.

Þar var meðal annars rætt um stöðuna á okkar leikmönnum í aðdraganda leiksins. Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason hefur mikið verið mættur en kom af bekknum hjá Augsburg um helgina.

„Þetta gengur vel hjá Alfreð. Hann er mikill atvinnumaður sem hugsar vel um sig. Við leyfum þessu að vera í ferli. Hjá honum snýst þetta um að hann meiðist ekki eftir og það er eitthvað sem erfitt er að stjórna í svona íþrótt," segir Alfreð.

Einnig var rætt um Gylfa Þór Sigurðsson sem hefur fengið gagnrýni í enska boltanum.

„Það er ágætis holning á leikmönnunum okkar. Það er mikið búið að tala um að Gylfi hafi verið að spila illa. Ég hef engar áhyggjur af því gagnvart landsliðinu. Það gerist eitthvað þegar þessir leikmenn fara í bláu treyjuna."

„Það er allt undir í þessum leikjum og öll þessi reynsla sem menn hafa mun hjálpa."
Útvarpsþátturinn - Tveir mánuðir í umspilsleikinn
Athugasemdir
banner
banner