Það vakti athygli að Alejandro Garnacho hafi farið beint inn í klefa eftir að hafa verið skipt útaf í fyrri hálfleik í leik Man Utd gegn Ipswich í gær.
Rúben Amorim ákvað að taka Garnacho út af eftir að Patrick Dorgu var rekinn af velli með rautt spjald. Það hefur farið illa í Garnacho því hann strunsaði beint inn í klefa. Það var kalt og blautt í Manchester og Garnacho vildi fara strax úr treyjunni.
Garnacho var ekki valinn í leikmannahópinn í desember fyrir leik gegn Man City, ásamt Marcus Rashford, og spilaði ekki í kjölfarið þar sem Amorim var óánægður með hugarfarið hans og frammistöðu á æfingum.
Rúben Amorim ákvað að taka Garnacho út af eftir að Patrick Dorgu var rekinn af velli með rautt spjald. Það hefur farið illa í Garnacho því hann strunsaði beint inn í klefa. Það var kalt og blautt í Manchester og Garnacho vildi fara strax úr treyjunni.
Garnacho var ekki valinn í leikmannahópinn í desember fyrir leik gegn Man City, ásamt Marcus Rashford, og spilaði ekki í kjölfarið þar sem Amorim var óánægður með hugarfarið hans og frammistöðu á æfingum.
„Þú ert að tengja þetta við Rashford, það var kalt og blautt," sagði Amorim á fréttamannafundi í gær.
„Pælingin var að spila 5-3-1. Það er áhætta ví hann er einn af þeim sem getur spilað einn á einn. Við þurftum að taka ákvörðun og þetta var mitt val," sagði Amorim.
Athugasemdir