Samantha Smith, sem átti risastóran þátt í því að Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrra, er komin aftur til landsins og byrjuð að undirbúa sig ásamt liðinu fyrir komandi keppnistímabil.
Breiðablik birti flott myndband á samfélagsmiðlum sínum þar sem tekið er á móti Samönthu á flugvellinum.
Breiðablik birti flott myndband á samfélagsmiðlum sínum þar sem tekið er á móti Samönthu á flugvellinum.
Í myndbandinu er henni svo fylgt á Kópavogsvöll þar sem hún heilsar liðsfélögum sínum og þjálfurum.
Það er mikill happafengur fyrir Breiðablik að halda í Samönthu þar sem hún var stórkostleg fyrir liðið seinni hluta tímabilsins í fyrra.
„Það voru félög í Evrópu sem sýndu mér áhuga en í enda dagsins, þá var eitthvað sem sagði mér að koma til baka. Ef ég spila vel þá get ég alltaf skoðað aðra möguleika en núna vil ég bara spila fyrir Breiðablik," sagði Samantha við Fótbolta.net er hún endursamdi við Breiðablik.
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem Blikar birtu á samfélagsmiðlum sínum.
Athugasemdir