Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fim 27. febrúar 2025 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ceballos missir af báðum leikjunum gegn Atlético
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn öflugi Dani Ceballos verður frá keppni næstu tvo mánuði vegna meiðsla og missir af mikilvægum leikjum með Real Madrid.

Ceballos hefur verið í stærra hlutverki en áður hjá Real Madrid og er búinn að standa sig gífurlega vel á tímabilinu, en núna þarf Carlo Ancelotti að finna lausn eftir meiðslin.

Ceballos meiddist í sigri gegn Real Sociedad í spænska bikarnum í gær og missir hann meðal annars af báðum leikjunum gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu.

Hann leikur á miðjunni og hefur komið við sögu í 30 leikjum það sem af er tímabils.
Athugasemdir
banner
banner