Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fim 27. febrúar 2025 11:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dæmdur í 15 leikja bann eftir að hann sakaði dómara um spillingu
Pablo Longoria, forseti Marseille.
Pablo Longoria, forseti Marseille.
Mynd: EPA
Pablo Longoria, forseti franska fótboltafélagsins Marseille, hefur verið dæmdur í 15 leikja bann vegna ummæla sem hann lét falla á dögunum.

Longoria var brjálaður út í dómgæsluna í 3-0 tapi Marseille gegn Auxerre og talaði hann um spillingu í kjölfarið.

Aganefnd franska fótboltasambandsins tók ekki vel í það og dæmdi Longoria í 15 leikja bann.

Hann má ekki koma nálægt búningsklefum eða dómaraklefum á meðan hann er í banni.

Longoria hefur beðist afsökunar á ummælum sínum og viðurkennir að þau hafi ekki verið viðeigandi.
Athugasemdir
banner
banner