Fram kemur á Bild í dag að Bayern München hafi ákveðið að draga til baka samningstilboð sitt í Joshua Kimmich.
Kimmich hefur spilað stórt hlutverk fyrir Bayern frá því hann gekk í raðir félagsins frá RB Leipzig árið 2015 en núna er mögulega komið að tímamótum.
Kimmich hefur spilað stórt hlutverk fyrir Bayern frá því hann gekk í raðir félagsins frá RB Leipzig árið 2015 en núna er mögulega komið að tímamótum.
Samkvæmt Bild þá bauð Bayern Kimmich aðeins betri samning en hann er með núna þar sem hann er með um 20 milljónir evra á ári.
En á fundi stjórnar í gær var ákveðið að draga samningstilboðið til baka þar sem leikmaðurinn hikaði of lengi.
Það er ekki útilokað að hann fái nýjan samning en það er orðið ólíklegra.
Kimmich, sem er þrítugur, verður samningslaus eftir tímabilið. Þessi mjög svo fjölhæfi leikmaður á að baki 97 landsleiki fyrir Þýskaland.
Athugasemdir