Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fim 27. febrúar 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Echeverri til móts við Man City
Claudio Echeverri.
Claudio Echeverri.
Mynd: Manchester City
Claudio Echeverri er kominn til móts við hópinn hjá Manchester City og getur núna byrjað að spila með liðinu.

Argentínumaðurinn efnilegi skrifaði undir hjá félaginu í janúar 2024 en var áfram á láni hjá River Plate þangað til í síðasta mánuði.

Hinn 19 ára gamli Echeverri hefur að undanförnu verið að spila í Suður-Ameríkubikar U20 landsliða. Þar var hann fyrirliði Argentínu sem endaði í öðru sæti. Hann skoraði sex mörk og endaði sem næst markahæsti leikmaður mótsins.

Echeverri er reynslumikill þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur spilað 48 leiki fyrir aðallið River Plate og skorað í þeim fjögur mörk. Þá hefur hann leikið mikinn fjölda leikja fyrir yngri landslið Argentínu.

„Ég get ekki sagt ykkur hversu spenntur ég er að vera kominn hingað til Manchester og að geta loksins kallað mig Manchester City leikmann," segir Echeverri.

„Fótbolti hefur verið líf mitt og draumur minn var að spila fyrir eitt besta lið Evrópu."

Echeverri gæti verið með City í næsta leik sem er bikarleikur gegn Plymouth Argyle.
Athugasemdir
banner
banner
banner