Barcelona gæti selt Vitor Roque aftur til Palmeiras fyrir lok mánaðarins þrátt fyrir að hann sé á láni hjá Real Betis.
Spænska deildin hafnaði áætlun Barcelona þar sem félagið getur ekki kallað leikmanninn til baka úr láni fyrir utan félagaskiptagluggans sem lokaði í byrjun febrúar.
Roque gekk til liðs við Barcelona síðasta sumar frá Palmeiras en gekk illa að aðlagast og var því sendur á lán til Betis.
Talið er að Barcelona hafi fundið glufu í kerfinu og FIFA hefur gefið félaginu leyfi á að kalla hann til baka og selja hann til Brasilíu en glugginn í Brasilíu lokar um helgina.
Palmeiras mun borga um 25 milljónir evra fyrir hann.
Athugasemdir