Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fim 27. febrúar 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola hrósar Khusanov - „Stuðningsmenn munu elska hann"
Mynd: EPA
Pep Guardiola hrósaði Abdukodir Khusanov eftir leik liðsins gegn Tottenham í gær.

Khusanov gekk til liðs við City frá Lens í janúar. Hann átti mjög erfitt uppdráttar í byrjun. Hans fyrsti leikur var gegn Chelsea og hann var í miklum vandræðum.

Guardiola var hins vegar ánægður með frammistöðuna hans í gær og hugarfarið.

„Það sem ég kann að meta er að hann er þegar að verða vinsæll í klefanum. Hann kom ekki með tösku með tannbursta og öðru í leikinn í dag, bara til að spila fótbolta. Hann hlær bara þegar maður talar við hann," sagði Khusanov.

„Fólk er að hrósa honum. Hann er hljóðlátur, leggur hart að sér og kvartar ekki. Ég efast ekki um að stuðningsmenn City muni elska hann mikið. Það er ekki auðvelt að koma til baka eftir leikinn gegn Chelsea en hann hefur sýnt mikla ró eftir þann dag. Frammistaða Khusanov undanfarið hefur verið mjög góð."
Athugasemdir
banner
banner