Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fim 27. febrúar 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hybrid grasið hjálpar FH-ingum - „Þvílík breyting fyrir okkur"
Æft á hybrid grasinu.
Æft á hybrid grasinu.
Mynd: FH
Mynd af hybrid grasinu í ágúst 2023.
Mynd af hybrid grasinu í ágúst 2023.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH varð í vikunni sennilega fyrsta liðið á Íslandi til að æfa á grænum grasvelli í febrúar þegar liðið æfði á hybrid-grasi sínu í Kaplakrika. Hybrid gras er náttúrulegt gras sem styrkt er með gervigrasi. Þessi blanda er nýjung á Íslandi en KSÍ er að leggja hybrid gras á Laugardalsvöll þessa stundina og eru væntingar gerðar til þess að fyrsti leikur á nýju undirlagi á Laugardalsvelli verði í sumar.

Fótbolti.net ræddi við Davíð Þór Viðarsson, yfirmann fótboltamála hjá FH, í dag.

Þessi tilraun ykkar virðist vera að ganga eins og í sögu, eða hvað?

„Já, Jónsi frændi verður samt brjálaður ef ég kalla þetta tilraun því við vorum svo sem alveg vissir um að þetta myndi virka vel. Þetta var smá próf sem við gerðum fyrr í þessari viku, aðeins að sjá hvernig þetta kæmi út ef við myndum vera hluta af æfingunni úti á grasinu. Það kom bara vel út."

„Það er æfingaferð núna framundan, farið út til Marbella á laugardaginn og verðum í viku. Við erum svo að vonast eftir því um miðjan mars, ef veðrið verður okkur hliðhollt, að geta komið okkur meira og meira út. Það verður þvílík breyting fyrir okkur að geta æft á því undirlagi sem við spilum á, þ.e.a.s. grasi, áður en mótið hefst en það hefur náttúrulega ekki verið raunin undanfarið eftir að tímabilið var lengt,"
segir Davíð.

Hvernig er planið með að leggja hybrid gras á keppnisvöllinn?

„Það er ekkert komið neitt lengra en að vera ákveðinn draumur. Það kostar að leggja svona gras og við höfum ekki verið að synda í seðlum að undanförnu. Þetta yrði alltaf að vera einhvers konar samstarfsverkefni milli okkar og bæjarins. Við munum leita leiða til þess að koma þessu á aðalvöllinn, en hvort það verður fljótlega, eftir 5 ár eða 10 ár verður að koma í ljós."

„Það sem þetta gerir er að aðalvöllurinn fær miklu meiri hvíld því við þurfum ekki að æfa jafn mikið á honum og áður. Ég er viss um að grasið á aðalvellinum mun koma betur undan vetri heldur en áður í ljósi þess að við æfðum á hybridinu síðasta sumar,"
segir Davíð.
Athugasemdir
banner
banner