Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fim 27. febrúar 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
John Obi Mikel: Carragher má fara til fjandans
John Obi Mikel í leik gegn Íslandi á HM 2018.
John Obi Mikel í leik gegn Íslandi á HM 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
John Obi Mikel segir að Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, megi fara til fjandans.

Obi Mikel er svo sannarlega ekki sáttur með Carragher eftir að hann gaf í skyn að Afríkumótið væri ekki stórmót. Carragher talaði um að það hjálpaði ekki Salah að spila með Egyptalandi þegar kæmi að því að vinna Ballon d'Or, það myndi ekki hjálpa honum að vinna Afríkumótið.

Daniel Sturridge, Micah Richards og Rio Ferdinand hafa allir gagnrýnt Carragher fyrir þessi ummæli og núna hefur Obi Mikael, fyrrum leikmaður Chelsea og Nígeríu, bæst í þann hóp.

„Það sem hann sagði er svo mikil vanvirðing," sagði Obi Mikel í hlaðvarpi sínu. „Ég vona að hann biðjist afsökunar."

„Þessi gæi er í sjónvarpinu að segja liðum hvernig á að vinna ensku úrvalsdeildina en hann hefur aldrei unnið deildina sjálfur. Þú veist ekki hvað þarf til að vinna ensku úrvalsdeildina og þú veist ekki hvað þarf til að vinna með landsliði þínu."

„Fólk í Afríku deyr fyrir Afríkumótið. Ég er brjálaður. Hann má fara til fjandans."
Athugasemdir
banner
banner
banner