Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fim 27. febrúar 2025 09:45
Elvar Geir Magnússon
Landsliðsþjálfari Kanada skammast sín fyrir ummæli Trump
Donald Trump er yfirlýsingaglaður.
Donald Trump er yfirlýsingaglaður.
Mynd: EPA
Bandaríkjamaðurinn Jesse Marsch er landsliðsþjálfari Kanada en hann segist skammast sín fyrir ummæli forsetans Donald Trump þar sem hann talar um að gera Kanada að 51. ríki Bandaríkjanna.

Það er ólga í samskiptum þessara grannþjóða eftir ummæli Trump og áætlana hans um að setja viðskiptatolla á Kanada.

„Ef ég fengi að koma með ein skilaboð til forseta okkar þá er það að hætta þessari fáránlegu orðræðu um að Kanada sé 51. ríki Bandaríkjanna," segir Marsch sem lék tvisvar með bandaríska landsliðinu á leikmannaferlinum.

„Sem Bandaríkjamaður skammast ég mín fyrir hrokann og tillitsleysið sem við höfum sýnt einum af elstu, sterkustu og tryggustu bandamönnum okkar í gegum söguna."

Kanada og Bandaríkin mættust nýlega í landsleikjum í íshokkí. Mikill hiti var í leikjunum og baulað á bandaríska þjóðsönginn fyrir leikina.
Athugasemdir
banner
banner
banner