Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fim 27. febrúar 2025 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Fram skoraði fimm gegn KA í Boganum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA 2 - 5 Fram
0-1 Jakob Byström ('20 )
1-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('21 )
1-2 Már Ægisson ('29 )
1-3 Guðmundur Magnússon ('45 )
1-4 Þorri Stefán Þorbjörnsson ('48 )
1-5 Guðmundur Magnússon ('60 )
2-5 Kennie Knak Chopart ('87, sjálfsmark )

KA tók á móti Fram í A-deild Lengjubikarsins í dag og mættu gestirnir frá Úlfarsárdal grimmir til leiks.

Jakob Byström tók forystuna fyrir Fram í fyrri hálfleik en Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði skömmu síðar.

Framar skiptu um gír og skoruðu Már Ægisson og Guðmundur Magnússon sitthvort markið fyrir leikhlé. Staðan var þá orðin 1-3 og héldu gestirnir áfram að skora í síðari hálfleik.

Þorri Stefán Þorbjörnsson gerði fjórða markið áður en Gummi Magg skoraði sitt annað mark til að innsigla þægilegan sigur.

Kennie Chopart gerði sjálfsmark undir lokin svo lokatölur urðu 2-5.

KA lýkur keppni í Lengjubikarnum með 5 stig eftir 5 umferðir á meðan Fram endar með 9 stig. Framarar eru á toppi riðilsins en geta misst toppsætið til næstu liða fyrir neðan.

KA Steinþór Már Auðunsson (m), Markús Máni Pétursson, Viðar Örn Kjartansson, Hallgrímur Mar Steingrímsson, Ásgeir Sigurgeirsson, Andri Fannar Stefánsson, Mikael Breki Þórðarson, Hrannar Björn Steingrímsson, Guðjón Ernir Hrafnkelsson, Dagbjartur Búi Davíðsson
Varamenn Indriði Ketilsson, Andri Valur Finnbogason, Bjarki Fannar Helgason, Árni Veigar Árnason, Snorri Kristinsson, Gabriel Lukas Freitas Meira, Jóhann Mikael Ingólfsson (m)

Fram Viktor Freyr Sigurðsson (m), Kristófer Konráðsson, Þorri Stefán Þorbjörnsson, Kyle Douglas Mc Lagan, Frederico Bello Saraiva, Magnús Þórðarson, Jakob Byström, Adam Örn Arnarson, Kennie Knak Chopart, Már Ægisson
Varamenn Haraldur Einar Ásgrímsson, Róbert Hauksson, Israel Garcia Moreno, Freyr Sigurðsson, Sigurjón Rúnarsson, Vuk Oskar Dimitrijevic, Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Athugasemdir
banner
banner
banner