Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fim 27. febrúar 2025 00:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: Hinrik með tvennu í sigri Skagamanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 3-4 ÍA
1-0 Mikael Breki Jörgensen ('5 )
1-1 Hinrik Harðarson ('6 )
1-2 Haukur Andri Haraldsson ('10 )
1-3 Rúnar Már Sigurjónsson ('20 )
2-3 Rafael Máni Þrastarson ('55 )
2-4 Hinrik Harðarson ('64 )
3-4 Óskar Dagur Jónasson ('71 )

Það var algjör markaveisla þegar Fjölnir og ÍA áttust við í Lengjubikarnum í kvöld en leikurinn fór fram í Egilshöll.

Mikael Breki Jörgensen kom Fjölni yfir eftir fimm mínútna leik en Hinrik Harðarson jafnaði metin mínútu síðar. Hakur Andri Haraldsson kom Skagamönnum yfir eftir tíu mínútna leik og svo á tuttugustu mínútu var staðan orðin 3-1 þegar Rúnar Már Sigurjónsson skoraði.

Rafael Máni Þrastarson minnkaði muninn fyrir Fjölni en Hinrik bætti fjórða marki Skagamanna við og fór langt með að tryggja liðinu sigurinn. Óskar Dagur Jónasson tókst að klóra í bakkann fyrir Fjölni en nær komust þeir ekki.

ÍA er í 2. sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir Val en Fjölnir er án stiga eftir fjórar umferðir.

Fjölnir Reynir Haraldsson, Birgir Þór Ólafsson, Árni Steinn Sigursteinsson, Óskar Dagur Jónasson, Mikael Breki Jörgensson, Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson, Rafael Máni Þrastarson, Sölvi Sigmarsson, Fjölnir Sigurjónsson, Axel Freyr Ívarsson
Varamenn Brynjar Gauti Guðjónsson, Árni Elvar Árnason, Birgir Þór Jóhannsson, Bragi Már Jóhannsson, Þorkell Kári Jóhannsson, Ágúst Freyr Arnarsson (m)

ÍA Jón Sölvi Símonarson (m), Johannes Björn Vall, Hlynur Sævar Jónsson, Oliver Stefánsson, Ómar Björn Stefánsson, Haukur Andri Haraldsson, Hinrik Harðarson, Erik Tobias Tangen Sandberg, Marko Vardic, Jón Gísli Eyland Gíslason
Varamenn Baldvin Þór Berndsen, Albert Hafsteinsson, Gabríel Snær Gunnarsson, Birkir Hrafn Samúelsson, Guðfinnur Þór Leósson, Arnór Valur Ágústsson, Árni Marinó Einarsson (m)



Lengjubikar karla - A-deild, riðill 1
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 4 3 1 0 14 - 2 +12 10
2.    ÍA 4 2 2 0 10 - 6 +4 8
3.    Þróttur R. 3 2 0 1 7 - 6 +1 6
4.    Vestri 3 1 1 1 8 - 7 +1 4
5.    Grindavík 4 1 0 3 6 - 15 -9 3
6.    Fjölnir 4 0 0 4 5 - 14 -9 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner