Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fim 27. febrúar 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mbappe mættur aftur eftir ferðina til tannlæknisins
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
Kylian Mbappe er byrjaður aftur að æfa með Real Madrid eftir að hann missti af síðasta leik.

Franska stórstjarnan gat ekki verið með gegn Real Sociedad í spænska bikarnum eftir að hann lét draga úr sér tönn síðastliðinn mánudag.

Mbappe var þjáður eftir aðgerðina og gat ekki tekið þátt í leiknum sem endaði með 0-1 sigri Real Madrid. Brasilíumaðurinn Endrick skoraði markið í fjarveru Mbappe.

En Mbappe er núna búinn að jafna sig og er byrjaður að æfa með liðinu fyrir komandi átök.
Athugasemdir
banner
banner
banner