Sóknarmaðurinn Thomas Muller er núna í viðræðum við Bayern München um nýjan samning.
Núgildandi samningur Muller rennur út eftir tímabilið. Hann vonast til að framlengja.
Núgildandi samningur Muller rennur út eftir tímabilið. Hann vonast til að framlengja.
„Við erum í viðræðum. Við erum að ræða um íþróttalegu hliðina og fjárhagslegu hliðina," sagði Muller.
„Ég hef enn mjög gaman að því að spila fótbolta."
Muller er orðinn 35 ára gamall og er án efa einn besti fótboltamaður í sögu Bayern. Á yfirstandandi tímabili hefur hann spilað 31 leik og skorað fimm mörk.
Athugasemdir