
Möguleiki er á því að Glódís Perla Viggósdóttir muni bæta leikjamet landsliðsins í ár.
Það er Evrópumót næsta sumar en framundan að því verða fimm landsleikir. Stelpurnar okkar spila fjóra leiki í Þjóðadeildinni og vináttulandsleik gegn Serbíu fyrir Evrópumótið.
Það er Evrópumót næsta sumar en framundan að því verða fimm landsleikir. Stelpurnar okkar spila fjóra leiki í Þjóðadeildinni og vináttulandsleik gegn Serbíu fyrir Evrópumótið.
Ef Glódís spilar alla þá leiki, þá verður hún komin upp í 139 landsleiki fyrir Evrópumótið. Þar spilar íslenska landsliðið að minnsta kosti þrjá leiki og vonandi meira þar sem mjög raunhæft er að liðið komist upp úr riðlinum.
Ef Glódís spilar alla leiki fram að móti og alla leikina í riðlinum, þá verður hún komin upp í 142 landsleiki. Mögulega bætast svo við einhverjir leikir á Evrópumótinu, eða vonandi.
Ísland spilar svo líklega einhverja leiki eftir Evrópumótið, mögulega í umspili í Þjóðadeildinni og svo einhverja vináttulandsleiki.
Sara Björk Gunnarsdóttir á metið núna en það eru 145 landsleikir en Glódís þarf ellefu leiki í viðbót til að jafna það.
Í raun er það magnað þar sem Glódís er einungis 29 ára gömul og á nóg eftir með landsliðinu. Hún er í fremsta flokki í sinni stöðu og er algjör lykilkona fyrir landsliðið.
Athugasemdir