Óttar Magnús Karlsson var orðaður við Breiðablik og Víkings í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.
Óttar Magnús er 27 ára gamall og er á mála hjá SPAL á Ítalíu. Þar hefur hann skorað tvö mörk í 15 leikjum í ítölsku C-deildinni á tímabilinu.
Óttar Magnús er 27 ára gamall og er á mála hjá SPAL á Ítalíu. Þar hefur hann skorað tvö mörk í 15 leikjum í ítölsku C-deildinni á tímabilinu.
Óttar Magnús er uppalinn hjá Víkingum og lék þar síðast sumarið 2020. Þá skoraði níu mörk í 14 leikjum í Bestu deildinni.
„Það er slúðursaga að bæði Víkingur og Breiðablik séu að reyna að fá hann," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum.
„Það væri mjög skrítið að sjá hann í Blikabúningnum, ég verð að viðurkenna það."
Það er spurning hvort Óttar Magnús komi heim en það styttist í það að Besta deildin fari af stað.
Athugasemdir