Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fim 27. febrúar 2025 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óttar Uni skrifar undir sinn fyrsta samning við FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Varnarmaðurinn Óttar Uni Steinbjörnsson er búinn að skrifa undri sinn fyrsta samning við FH.

Hann skrifar undir samning sem gildir út tímabilið 2027.

Óttar Uni er 18 ára og spilaði í tveimur deildarleikjum með FH á síðasta tímabili. Tímabilið 2023 var hann með ÍH í 3. deildinni.

Hann fékk mikið lof frá Davíð Þór Viðarssyni, yfirmanni fótboltamála hjá FH, fyrr í vetur.

Í vetur hefur hann komið við sögu í einum leik í Lengjubikarnum og tók þátt í Þungavigarbikarnum með liðinu.

Hann var í lok síðasta mánaðar í æfingahópi U19 landsliðsins. Hann var á sínum tíma í æfingahóp í U15 en hefur ekki spilað unglingalandsleik til þessa.
Athugasemdir
banner
banner
banner