Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fim 27. febrúar 2025 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Saga Tonali hjálpar öðrum
Sandro Tonali.
Sandro Tonali.
Mynd: EPA
Sandro Tonali, miðjumaður Newcastle, var í fyrra dæmdur í langt bann fyrir brot á veðmálareglum. Hann sneri aftur á þessu tímabili og hefur lært af sínum mistökum.

Hann vonast til að sín mistök geti hjálpað öðrum, hans saga geti verið öðrum innblástur en hann er núna í bata.

Á meðan hann var í leikbanni þá heimsótti hann verksmiðju í Newcastle og þar komu til hans menn sem sögðust hafa hætt að veðja út af því sem gerðist við Tonali.

„Þeir höfðu verið spilafíklar í mörg ár. Mér var sagt að þeir væru að fá 2000 þúsund pund (365 þúsund íslenskar krónur) í mánaðarlaun og væru að henda því í veðmál," sagði Tonali við La Republicca á Ítalíu.

Tonali segist hafa losað sig við veðmálaforritin úr símanum og honum líði mun betur núna.
Athugasemdir
banner
banner