Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fim 27. febrúar 2025 10:16
Elvar Geir Magnússon
Stjóri kvennaliðs Liverpool rekinn
Matt Beard, stjóri kvennaliðs Liverpool.
Matt Beard, stjóri kvennaliðs Liverpool.
Mynd: Liverpool
Á meðan allt er í blóma hjá karlaliði Liverpool þá gengur ekki vel hjá kvennaliðinu. Matt Beard, stjóri kvennaliðsins, hefur verið rekinn en Liverpool situr í sjöunda sæti.

Liverpool er níu stigum fyrir ofan fallsvæðið og tapaði 4-0 gegn Manchester City í síðasta leik.

Beard tók við Liverpool í annað sinn 2021 og kom liðinu aftur upp í efstu deildina á fyrsta tímabili og stýrði því svo í fjórða sæti í fyrra.

Liðið hefur ekki náð að fylgja því eftir á þessu tímabili og er 15 stigum frá Meistaradeildarsætum.
Stöðutaflan England England - konur
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Chelsea W 14 13 1 0 40 7 +33 40
2 Manchester Utd W 14 10 3 1 27 6 +21 33
3 Arsenal W 14 9 3 2 34 9 +25 30
4 Manchester City W 14 9 1 4 34 18 +16 28
5 Brighton W 14 5 3 6 20 25 -5 18
6 Tottenham W 14 5 2 7 19 31 -12 17
7 Liverpool W 14 4 3 7 13 24 -11 15
8 West Ham W 14 4 2 8 17 26 -9 14
9 Everton W 14 3 4 7 12 22 -10 13
10 Leicester City W 14 3 3 8 9 19 -10 12
11 Aston Villa W 14 2 4 8 15 27 -12 10
12 Crystal Palace W 14 1 3 10 12 38 -26 6
Athugasemdir
banner