Nóel Atli Arnórsson snéri aftur á völlinn í gær með Álaborg eftir að hafa verið fjarverandi vegna meiðsla síðan í september.
Nóel spilaði sinn fyrsta leik með Álaborg fyrir tæpu ári síðan og var fljótur að festa sig í sessi. Hann varð hins vegar fyrir því óláni að fótbrotna í byrjun september sem hefur haldið honum frá vellinum þar til í gær.
Hann spilaði um klukkutíma þegar liðið tapaði 2-1 gegn Nordsjælland í æfingaleik. Stuðningsmenn Álaborgar voru ánægðir með að sjá hann inn á vellinum aftur.
„Ég hlakka til að sjá Arnórsson á fullu aftur, við þurfum virkilega á honum að halda, það var alveg ljóst eftir daginn í dag," skrifaði einn á X.
„Góður fyrri hálfleikur hjá AaB. Eins og alltaf vantaði upp á síðasta þriðjung. Travis Hernes og Arnórsson bestir að mínu mati," skrifaði annar.
Athugasemdir