Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fim 27. febrúar 2025 19:52
Ívan Guðjón Baldursson
Tap hjá Daníel Frey - Stefán Ingi í sigurliði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það komu tveir Íslendingar við sögu í leikjum dagsins í Evrópu þar sem Aron Einar Gunnarsson var ekki í hóp hjá Al-Gharafa sem steinlá á heimavelli gegn Al-Sadd í toppbaráttunni í Katar.

Daníel Freyr Kristjánsson var í byrjunarliði Fredericia sem tapaði á útivelli gegn Hvidovre í næstefstu deild í Danmörku.

Daníel Freyr og félagar í liði Fredericia eru í öðru sæti eftir þetta tap, fimm stigum fyrir ofan Hvidovre sem er í þriðja sæti. OB trónir á toppi deildarinnar með níu stiga forystu og leik til góða.

Stefán Ingi Sigurðarson var að lokum í byrjunarliði Sandefjord sem sigraði æfingaleik gegn Stabæk.

Sandefjord vann góðan sigur og spilaði Stefán Ingi fyrstu 80 mínútur leiksins.

Al-Gharafa 0 - 4 Al-Sadd

Hvidovre 1 - 0 Fredericia

Stabæk 1 - 3 Sandefjord

Athugasemdir
banner
banner
banner