Leipzig 1-0 Wolfsburg
1-0 Benjamin Sesko ('69, víti)
Leipzig var síðasata liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum þýska bikarsins þegar liðið lagði Wolfsburg í kvöld.
1-0 Benjamin Sesko ('69, víti)
Leipzig var síðasata liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum þýska bikarsins þegar liðið lagði Wolfsburg í kvöld.
Leipzig er því einu skrefi nær því að komast í fjórða úrslitaleikinn á síðustu fimm árum en liðið hefur unnið bikarinn tvisvar á því tímabili en liðið tapaði gegn Dortmund árið 2021.
Sesko skoraði eina mark leiksins í kvöld úr vítaspyrnu.
Leipzig verður ásamt Arminia Bielefeld, Leverkuseen og Stuttgart í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitunum.
Athugasemdir