Giovanni Manna, yfirmaður fótboltamála hjá Napoli, svaraði spurningum varðandi framtíð nígeríska framherjans Victor Osimhen sem leikur á láni hjá Galatasaray til næsta sumars.
Osimhen var eftirsóttur af ýmsum stórliðum síðasta sumar en að lokum fór hann til Galatasaray, þar sem hann hefur skorað 20 mörk og gefið 5 stoðsendingar í 26 leikjum á tímabilinu.
Chelsea, Manchester United og stórveldi frá Sádi-Arabíu voru sterklega orðuð við framherjann, sem er samningsbundinn Napoli til 2027.
„Victor er spennandi leikmaður fyrir mörg lið. Hann er með riftunarkvæði í samningnum sínum og við viljum finna nýtt félag fyrir hann sem fyrst til að lenda ekki í sömu stöðu og síðasta sumar," segir Manna, en talið er að ákvæðið hljóði upp á 75 til 80 milljónir evra.
Athugasemdir