Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fim 27. febrúar 2025 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vilja selja Osimhen sem fyrst
Khvicha Kvaratskhelia er farinn til PSG og Osimhen er næstur út.
Khvicha Kvaratskhelia er farinn til PSG og Osimhen er næstur út.
Mynd: EPA
Giovanni Manna, yfirmaður fótboltamála hjá Napoli, svaraði spurningum varðandi framtíð nígeríska framherjans Victor Osimhen sem leikur á láni hjá Galatasaray til næsta sumars.

Osimhen var eftirsóttur af ýmsum stórliðum síðasta sumar en að lokum fór hann til Galatasaray, þar sem hann hefur skorað 20 mörk og gefið 5 stoðsendingar í 26 leikjum á tímabilinu.

Chelsea, Manchester United og stórveldi frá Sádi-Arabíu voru sterklega orðuð við framherjann, sem er samningsbundinn Napoli til 2027.

„Victor er spennandi leikmaður fyrir mörg lið. Hann er með riftunarkvæði í samningnum sínum og við viljum finna nýtt félag fyrir hann sem fyrst til að lenda ekki í sömu stöðu og síðasta sumar," segir Manna, en talið er að ákvæðið hljóði upp á 75 til 80 milljónir evra.
Athugasemdir
banner