Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fim 27. febrúar 2025 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vinícius Júnior ræður yfirmann fótboltamála
Mynd: EPA
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að brasilíski kantmaðurinn Vinícius Júnior sé búinn að ráða Pedro Alves sem yfirmann fótboltamála hjá sér.

Vinícius er meirihlutaeigandi í tveimur fótboltafélögum, Athletic Club og Alverca sem leika í næstefstu deildum í Brasilíu og Portúgal.

Pedro Alves mun því hafa yfirumsjón með þessum tveimur félögum en hann starfaði síðast sem yfirmaður fótboltamála hjá gríska stórveldinu Olympiakos.

Alves er 41 árs gamall Portúgali sem starfaði sem yfirmaður fótboltamála hjá Estoril í fimm ár áður en hann var ráðinn til Olympiakos, en entist aðeins í eitt tímabil 2023-24.
Athugasemdir
banner