Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. mars 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
De Gea leggur til fé í baráttu við kórónaveiruna
Mynd: Getty Images
David De Gea, markvörður Real Madrid, hefur gefið 300 þúsund evrur eða 46 milljónir króna í baráttunni við kórónaveiruna á Spáni.

Með þessu hjálpar De Gea til við kaup á tækjum á sjúkrahús og hluti af upphæðinni fer einnig í að hjálpa fjölskyldum sem eiga um sárt að binda.

De Gea lagði styrkinn fram nafnlaust en yfirvöld í Madrid greindu síðan frá því að hann hefði verið á bakvið upphæðina.

Kórónaveiran hefur smitast hratt á Spáni undanfarnar vikur en 4368 eru látnir af völdum hennar.
Athugasemdir
banner
banner
banner